Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf EFLU fyrir sumarið 2025. Á hverju ári er fjöldi fólks ráðið inn sem sumarstarfsfólk til EFLU. Um er að ræða háskólanema sem vilja afla sér reynslu á vinnumarkaðnum og sjá hvernig hægt sé að nýta námið.
Tugir á hverju ári
Síðasta sumar störfuðu 35 sumarstarfsmenn hjá EFLU. Alls störfuðu 28 af þeim í höfuðstöðvum EFLU að Lynghálsi 4 í Reykjavík og sjö störfuðu á svæðisskrifstofum víðs vegar um landið. Tveir á Suðurlandi, tveir á Austurlandi og þrír á Norðurlandi.
Sumarstarfsfólk er ráðið inn í teymi og fær reynslu af því að vinna í samstilltum hópi einstaklinga sem vinna að sameiginlegum markmiðum og veita hver öðrum stuðning og endurgjöf. Við sækjumst því eftir að fá kraftmikið og metnaðarfullt sumarstarfsfólk sem er tilbúið að takast á við ný tækifæri og axla ábyrgð í verkefnum.