EFLA hefur opnað nýja vefsjá, kort.is, þar sem hægt er að nálgast fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar á einfaldan hátt. Á vefsjánni má finna loftmyndir í eigu EFLU, upplýsingar um verkefni sem hafa verið unnin, svo sem mælingar og þrívíddarskannanir, ásamt opnum gögnum frá þriðju aðilum, eins og Landeignaskrá HMS.
Tvær útgáfur
Notendur geta smellt á einstakar fitjur til að fá ítarlegar upplýsingar, mælt stærðir og vegalengdir, opnað StreetView og jafnframt teiknað ofan á kortin. Vefsjáin er aðgengileg bæði í tölvum og snjalltækjum og hönnuð til að vera einföld og þægileg í notkun.
Kort.is skiptist í opna og lokaða útgáfu. Opin útgáfa er ætluð almenningi til fróðleiks og skoðunar. Lokaða útgáfan er hins vegar aðeins aðgengileg með innskráningu og býður upp á sértæk gögn sem unnin hafa verið fyrir viðskiptavini, auk innanhússgagna. Hver notandi fær sérsniðinn aðgang að þeim gögnum sem hann hefur þörf fyrir eða óskar eftir. Þetta gerir kort.is að öflugu tæki fyrir þá sem vilja samnýta sín gögn með öðrum upplýsingum á einum stað.
Til að fá aðgang að lokaðri útgáfu vefsjárinnar þarf að skrá sig inn hér með því að setja inn netfang og velja lykilorð. Að því loknu er hægt að óska eftir aðgangi að þeim gögnum og loftmyndum sem henta.
Stöðug þróun
Vefsjáin er í stöðugri þróun og ný gögn og virkni verða reglulega bætt við. EFLA hvetur notendur til að koma með ábendingar um viðbætur eða breytingar með því að senda tölvupóst á gagnaland@efla.is.
Kort.is er spennandi lausn sem styður við stefnu EFLU um framúrskarandi þjónustu og auðveldan aðgang að mikilvægum upplýsingum. Við hvetjum þig til að kynna þér þessa nýjung og skoða alla þá möguleika sem hún býður upp á.