EFLA, sem er viðurkenndur umboðsaðili fyrir Power Line Systems (PLS) hugbúnaðarlínuna, býður upp á margvísleg námskeið, tæknilega aðstoð og þjónustu varðandi PLS hugbúnaðinn. Næsta námskeið í PLS-CADD hefst 13. september og fer fram á netinu.
Námskeið í PLS-Cadd
PLS forrit eins og PLS-CADD, PLS-TOWER og PLS-POLE eru leiðandi við hönnun á loftlínum fyrir flutnings-, dreifi- og samskiptakerfi auk mannvirkja þeim tengt.
Sem umboðsaðili fyrir PLS hugbúnaðinn býður EFLA upp á tæknilega aðstoð, námskeið og þjónustu við kaup á nýjum PLS hugbúnaði. Námskeiðin eru miðuð að byrjendum sem og lengra komnum PLS notendum og geta verið sniðin að þörfum hvers og eins.
Hagnýt námskeið
Námskeiðin eru bæði ætluð fyrir byrjendur sem og lengra komna PLS-CADD notendur. Leiðbeinendur námskeiðanna koma frá EFLU og hafa áratuga reynslu af verkfræði- og hönnunarvinnu í PLS hugbúnaðinum.
Námskeið framundan
Næsta námskeið EFLU um hönnun á loftlínum með PLS-CADD, "Design of Overhead Powerlines using PLS-CADD", verður haldið 13-17 september og fer fram á netinu.
Uppbókað er á námskeiðið. Næsta námskeið fer fram í mars eða apríl 2022 og verða nánari upplýsingar kynntar á vefsíðu EFLU. Hægt er að skrá sig á póstlista og sendum við upplýsingar um næstu námskeið í pósthólfið þitt.
Um námskeiðið
Hönnun á loftlínum með notkun PLS-CADD
PLS-CADD er leiðandi hugbúnaður notaður við hönnun á loftlínum og við gerð teikninga og útboðsgagna. Á námskeiðinu verður kennt hvernig PLS-CADD getur verið notað í verkefnum tengdum flutnings- og dreifikerfum, frá hugmyndavinnu til lokahönnunar. Farið er yfir hvernig hægt er að vinna með landlíkan og mæligögn, skilgreiningu álagsforsenda, hönnun mastra og sig á leiðurum auk uppsetningar á prófíl- og planteikningum af línuleiðum.