Málstofa EFLU á Arctic Circle

17.10.2024

Fréttir
Arctic Circle logo for the 2024 Assembly.

EFLA mun standa fyrir málstofu á Arctic Circle undir yfirskriftinni „Ensuring Stable and Reliable Operation of Future Sustainable Power Grids“. Málstofan verður föstudaginn 18. október kl. 16 í Rímu B í Hörpu.

Orkumál á Norðurslóðum

Á málstofunni verður fjallað um framtíð orkumála á Norðurslóðum. Þar verður farið yfir hvort minni og einangruð orkukerfi, sem eru algeng á Norðurslóðum, séu í stakk búin til þess að ráða við breytilega endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Er tæknin fyrir hendi til að tryggja áreiðanlegan og stöðugan rekstur slíkra kerfa, eða er þörf á frekari rannsóknum og þróun á lausnum sem í meira mæli eru sniðnar að slíkum kerfum?

Einnig verður rætt um hvaða lærdóm er hægt að draga af löndum sem eru leiðandi í samþættingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þessi umræða gefur innsýn inn í þær áskoranir sem orkukerfi á Norðurslóðum standa frammi fyrir.

Þrír menn á samsettri mynd.

Þátttakendur Nicolaos A. Cutululis, Klaus Skytte og Gnýr Guðmundsson.

Sérfræðingar í pallborðsumræðum

Hjörtur Jóhannsson, rafmagnsverkfræðingur hjá EFLA, stýrir umræðum en þátttakendur eru:

  • Klaus Skytte, framkvæmdastjóri Nordic Energy Research.
  • Prófessor Nicolaos A. Cutululis, frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).
  • Gnýr Guðmundsson, kerfisþróunarstjóri Landsnets.

Við hvetjum öll sem hafa áhuga til að koma og hlýða á áhugaverðar umræður um áhugavert málefni.

Nánari upplýsingar um málstofuna er að finna hér.