Hreyfiafl vistvænnar þróunar í mannvirkjagerð

30.08.2023

Fréttir
Four individuals seated with a big screen behind them, holding microphones and engaged in discussion

Sérfræðingar EFLU tóku þátt í stöðufundi um vistvæna þróun í mannvirkjagerð á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Fundurinn fór fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll þriðjudaginn 22. ágúst síðastliðinn, ári eftir útgáfu Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð.

Hreyfiafl vistvænnar þróunar í mannvirkjagerð

Sérfræðingar EFLU tóku þátt í stöðufundinum með tvenns konar hætti. Alexandra Kjeld, ritari og varaformaður Grænni byggðar og umhverfisverkfræðingur á samfélagssviði EFLU tók þátt í pallborðsumræðum um vistvænar byggingarvörur.

Fram kom að vistvænt byggingarefni spilar lykilhlutverk í að lækka kolefnisspor mannvirkja og mun koma til með að verða sífellt mikilvægara. Innlendir framleiðendur byggingarefna sem njóta góðs af endurnýjanlegum orkugjöfum í framleiðslu eru í harðri samkeppni við erlendar vörur

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisfræðingur á samfélagssviði EFLU stýrði pallborðsumræðunum Hreyfiafl til framtíðar.

Þórhildur segir að greinileg samstaða ríki um að vegvísirinn um vistvæna þróun, Byggjum grænni framtíð sé að hreyfa við markaðnum í rétta átt. Þetta sjáist skýrt á bæði auknum almennum áhuga á vistvænum áherslum og á raunverulegum breytingum hjá fyrirtækjum í byggingariðnaði.

Þá var rætt um mikilvægi þverfaglegs samstarfs og að góðir innviðir væru til staðar. Þórhildur segir jafnframt að mikilvægt sé að leggja aukna áherslu á innviða uppbyggingu til orkuskipta á framkvæmdastað og að mennta og endurmennta nægjan mannauð í þau brýnu vistvæna verkefni sem framundan eru.

Föstudaginn 1.september næst komandi fer svo fram CIRCON ráðstefna Grænni byggðar í Laugardalshöll sem ber titilinn Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?. Á ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og helstu hindranir ræddar

Ráðstefnan er ókeypis og boðið verður upp á hádegismat, við hvetjum áhugasama til að kynna sér málið frekar hér .