Nýlega gengu EFLA og RARIK frá samningi um hönnun og gerð útboðsgagna fyrir ákveðna þætti nýrrar hitaveitu RARIK á Hornafirði. Meginhlutverk EFLU verður hönnun og val vélabúnaðar, hitaveitugeymis og stöðvarhúss við Hoffell og dælustöðvar við Stapa.
Hönnun og gerð útboðsgagna
Í dag rekur RARIK kyndistöð og dreifikerfi sem þjónar um ¾ hluta bæjarins og hefur gert síðan 1980. Þróun orkuverðs á ótryggðri raforku og olíu hefur ýtt undir skoðun á öðrum valkostum og í því sambandi hefur RARIK í samstarfi sveitarfélagið Hornafjörð leitað að jarðhita.
Þegar hitaveitan verður tekin í notkun er gert ráð fyrir að öll hús á Höfn í Hornafirði, auk 50 – 70 á Nesjum, á milli 600 og 700 hús verði tengd hitaveitunni.
Lengd stofnæða er áætluð um 20 km. Þess má geta að áður hafði verkfræðistofan WVS unnið undirbúning varðandi m.a. stofnlagnir.
Áætlanir miða við að ljúka tengingu húsa við nýju hitaveituna í kringum næstu áramót.