Síðastliðinn föstudag, 16. ágúst, fór fram árlegt golfmót viðskiptavina EFLU á Korpúlfsstaðavelli. Þátttaka var með besta móti og tóku 92 golfarar þátt í mótinu.
Golfmót á Korpunni
Leikfyrirkomulag var „Betri bolti“ og léku fjórir golfarar saman og skráðu besta punktaskor á hverri holu á skorkortið. Afar góður rómur var gerður af þessu fyrirkomulagi og myndaðist skemmtileg stemning innan hópsins þar sem allir spila saman sem ein heild. Veðrið lék við þátttakendur og var golfvöllurinn í góðu ásigkomulagi.
Keppnin var afar jöfn og voru liðin í 2-4 sæti með jafnmarga punkta svo það þurfti að telja síðustu 6 holurnar til að fá fram úrslit. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins og svo var dregið úr skorkortum.
Úrslitin á mótinu voru eftirfarandi
1. sæti með 54 punkta
Jón Rafn Valdimarsson, Björn Ingi Edvardsson, Rúnar Gunnarsson og Ingvar Rafn Gunnarsson
2. sæti með 53 punkta
Tryggvi Þór Haraldsson, Bjarni Richter, Egill Þ. Sigmundsson og Rúnar Magnússon
3. sæti með 53 punkta
Lárus Hjaltested, Kristmann Már Ísleifsson, Jón Heiðar Sveinsson og Guðlaugur Arnarsson
Nándarverðlaun
- 13. braut: Jens Helgason, 1,6 m frá holu
- 17. braut: Sigurður Sigurðsson, 4,19 m frá holu
- 22. braut: Guðlaugur Arnarsson, 1,76 m frá holu
- 25. braut: Sigurður Garðarson, 3,29 m frá holu
Dregið var úr skorkortum og fengu átta heppnir þátttakendur glaðning. Við óskum sigurvegurum á golfmóti EFLU til hamingju með árangurinn og þökkum öllum þeim sem spiluðu með okkur fyrir einstaklega skemmtilegan dag.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá golfmótinu á myndasíðu EFLU.
- 1 / 8
Hópurinn sem lenti í 2. sæti golfmótsins. Tryggvi, Rúnar, Egill og Bjarni.
- 2 / 8
Hópurinn sem lenti í 3. sæti golfmótsins. Lárus, Kristmann, Jón Heiðar og Guðlaugur.
- 3 / 8
- 4 / 8
Nándarverðlaunahafi.
- 5 / 8
Nándarverðlaunahafi.
- 6 / 8
Nándarverðlaunahafi
- 7 / 8
Nándarverðlaunahafi
- 8 / 8
Sigurvegarar fagna.