Er vistvænt að byggja með raka öryggi?

24.03.2022

Fréttir
A woman seated in a modern room with a wooden slatted wall and brown sofa

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá EFLU. Mynd: skjáskot úr myndbandi IÐUNAR.

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í rakaöryggi og innivist hjá EFLU, heldur erindi á málþingi Samtaka iðnaðarins sem ber heitið Mannvirkjagerð á tímamótum. Á málþinginu, sem verður Laugardalshöll í dag, fimmtudaginn 24. mars kl. 14-16, verður fjallað um tækifærin í vistvænni mannvirkjagerð.

Er vistvænt að byggja með raka öryggi?

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í rakaöryggi og innivist hjá EFLU, heldur erindi á málþingi Samtaka iðnaðarins sem ber heitið Mannvirkjagerð á tímamótum. Á málþinginu, sem verður í Laugardalshöll í dag, fimmtudaginn 24. mars kl. 14-16, verður fjallað um tækifærin í vistvænni mannvirkjagerð. Það er haldið í tilefni af opnun sýningarinnar Verk og vit.

Í erindi sínu mun Sylgja Dögg velta upp þeirri spurningu hvort vistvænt sé að byggja með rakaöryggi að leiðarljósi og hvernig byggja megi hús þannig að þau endist. Þar kemur fram að það sé vistvænt að byggja með gæði, rakaöyggi og gagnreyndum aðferðum þannig að tryggja megi endingu og lágmarka ótímabært viðhald.

Fjölmargir aðrir aðilar frá hinu opinbera, sveitarfélögum og vinnumarkaðnum munu vera með erindi á málþinginu. Þar á meðal er Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Nánari upplýsingar er að finna á viðburðarsíðu málþingsins á Facebook .