Í vikunni fór fram Hydro 2019, alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir og stíflur, í Porto, Portúgal. EFLA ásamt íslenskum samstarfsaðilum voru með sameiginlegan kynningarbás til að kynna sérfræðiþekkingu hópsins á sviði vatnsaflsvirkjana.
EFLA tók þátt í Hydro
Íslensku samstarfsaðilarnir samanstóðu af EFLU, Vatnaskil, Landsvirkjun Power, Mannvit og Verkís og kynntu sig undir formerkinu Team Iceland. Íslandsstofa hafði veg og vanda af verkefnastjórnun og skipulagningu vegna þátttöku á sýningunni.
Kynningarbás Íslands vakti töluverða athygli, þar var hægt að sjá myndband um þjónustu og verkefni hópsins og boðið upp á dýrindis flatkökur með hangikjöti. Sérstaða Íslands á sviði vatnsaflsvirkjana er meðal annars fólgin í sérþekkingu og ráðgjöf varðandi forathuganir til reksturs og fjármögnunar slíkra virkjana. Á ráðstefnunni hélt fulltrúi frá Íslandi erindi um stækkun Laxárvirkjunar 3.
Athuganir og hönnun á virkjunarkostum
EFLA býr yfir áratuga reynslu á athugunum og hönnun virkjunarkosta við breytilegar og krefjandi umhverfisaðstæður á borð við hátt jarðskjálftaálag, hamfaraflóð, jökulám og aurburði þeirra. Þjónustan felur m.a. í sér heildarþjónustu á sviði vatnsaflsvirkjana, allt frá frumathugunum til gangsetningar.
Hjá EFLU er einnig unnið að afar fjölbreyttum verkefnum á sviði orkumála t.d. vindorku og jarðvarma.