Nýverið samdi Svenska kraftnät við EFLU um þróun og hönnun á nýjum tvírása 400 kV mastrategundum sem eru hluti af uppbyggingarverkefni til næstu 20 ára.
EFLA þátttakandi í innviðauppbyggingu í Svíþjóð
Svenska kraftnät, sem á og rekur rafflutningskerfi Svíþjóðar, hyggur á mikla uppbyggingu á flutningskerfi landsins næstu 20-30 árin. Meðal þeirra verkefna er bygging fjölda háspennulína og tengivirkja norðan við Stokkhólm sem eykur öryggi og flutningsgetu kerfisins og heyrir undir stærsta fjárfestingarverkefni Svenska kraftnät frá upphafi, NordSyd. EFLA var valin til að hanna og þróa nýjar mastrategundir fyrir háspennulínurnar í samstarfi við verkkaupa. Hönnun EFLU fellst í þróun á tvírása 400 kV möstrum sem verða notuð í um 2.000 km av 2x400 kV loftlínum.
Uppbygging mastra framtíðarinnar
Til að styrkja þjónustu við sænska markaðinn var sænskt dótturfélag, EFLA AB, stofnað árið 2014. „Við höfum skapað okkur sterka sérstöðu á sænska markaðnum. Kröfur í þessu verkefni voru mjög háar en EFLA uppfyllti þrátt fyrir það fullt gæðaskor. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera treyst fyrir svo mikilvægum verkefnum og sýnir hve vel metið fyrirtækið er á sænska markaðnum.“ segir Steinþór Gíslason, sviðsstjóri orkusviðs EFLU. Samhliða þessu nýja verkefni hefur fyrirtækið síðastliðið ár unnið að hönnun nýrra mastrategunda sem hugsaðar eru fyrir uppbyggingu á 220 kV kerfinu í Svíþjóð „Það má því segja að með þessum tveimur verkefnum er EFLA leiðandi í þróun nýrra mastrategunda í Svíþjóð, þessi misserin.“ bætir Steinþór við
Reynslan vegur þungt
Um 60 manna hópur hjá EFLU og dótturfélögum vinnur í fullu starfi við ráðgjöf og hönnun í háspennulínuverkefnum. Þekking og reynsla starfsmanna hafa gegnt lykilhlutverki í uppbygginu ráðgjafar EFLU en fyrirtækið hefur unnið að háspennulínuverkefnum í um 25 löndum víðsvegar um heiminn svo sem í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Póllandi, Kanada, Danmörku, Þýskalandi, og Finnlandi. „Við búum yfir breiðri þekkingu sem verður m.a. til vegna verkefna erlendis og það styrkir ráðgjöfina enn frekar og veitir henni sérstöðu.“ bætir Steinþór við.