EFLA er til umfjöllunar í Agri Business Review í þessum mánuði fyrir vaxandi hlutverk fyrirtækisins í fiskeldi á landi, sem er nýtilkominn valkostur við hefðbundnar aðferðir. Lausnin sem um ræðir býður upp á betri stjórn á vatnsgæðum og dregur úr umhverfisáhættu.
Heildræn ráðgjöf
EFLA veitir heildræna ráðgjöf og þjónustu, allt frá fýsileikakönnunum til verkefnastjórnunar og hönnunar, sem tryggir árangur landeldisverkefna. Við erum leiðandi í tveimur stórum verkefnum á Suðurlandi, með áherslu á sjálfbærar lausnir sem auka arðsemi og lágmarka umhverfisáhrif.