EFLA hlýtur Jafnvægisvogina annað árið í röð

15.10.2024

Fréttir
Fjöldi fólks inni í stóru rými með viðurkenningar.

Jafnvægisvogin 2024 Hópurinn sem tók á móti viðurkenningum.

EFLA hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu. Viðurkenningarhöfum, alls 130 talsins, voru veittar viðurkenningar á viðburði félagsins í Háskóla Íslands í liðinni viku.

Jafnað kynjahlutfall í framkvæmdarstjórn EFLU

EFLA hlaut viðurkenningu fyrir að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa undirritað viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar þess efnis að hafa jafnað kynjahlutfall í framkvæmdarstjórn félagsins og er þett annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu. Í framkvæmdarstjórn EFLU er hlutfall kynjanna 50%, þar sitja nú fjórar konur og fjórir karlar.

EFLA stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti í atvinnulífinu og hefur verið þátttakandi í verkefni Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu frá árinu 2021. EFLA hefur um langt skeið unnið að því að draga úr kynjamun og hvatt konur sérstaklega til að taka að sér aukna ábyrgð.

A large group of people standing in a line, dressed in formal attire, posing with smile

Framkvæmdastjórn EFLU 2024

Veita viðurkenningar þeim sem hafa náð markmiðum

Tilgangur verkefnisins er m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Einnig að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir, veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar og standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Þá tekur félagið saman heildræna stöðu og niðurstöður greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöður.

Hægt er að kynna sér Jafnvægisvog FKA nánar hér.