EFLA tekur þátt á Framadögum sem haldnir verða í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 13. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð fyrir ungt fólk til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa.
Kynningarbás EFLU
Framadagar standa frá kl. 10-13 á fimmtudaginn og mun Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra vera á opnun Framadaga ásamt Ólafi Eysteini Sigurjónssyni, sviðsforseta tæknisviðs og aðstoðarrektor rannsókna, nýsköpunar og atvinnulífstengsla hjá Háskólanum í Reykjavíkur.
Kynningarbás EFLU verður á fyrstu hæð, B-16 og starfsfólk EFLU verður á staðnum til að svara spurningum um starfsemi fyrirtækisins og starfsmöguleika.
Með þátttöku á Framadögum er verið að kynna starfsemi EFLU fyrir framtíðarstarfsfólki en líka að vekja athygli á sumarstörfum EFLU fyrir háskólanema í verkfræði. Umsóknarfrestur í sumarstörfin rennur út sunnudaginn 16. febrúar.