Fulltrúar EFLU eru þátttakendur á ráðstefnunni og sýningunni Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar sem fram fer í Silfurbergi, Hörpu fimmudaginn 11. maí.
EFLA á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar
EFLA verður með sýningarbás á sýningarsvæði ráðstefnunar og eru öll boðin velkomin að líta við og kynna sér þjónustu EFLU í stafrænni mannvirkjagerð.
Mikil framþróun hefurorðið í stafrænni mannvirkjagerð að undanförnu. Á ráðstefnunni, sem félagasamtökin BIM á Íslandi standa fyrir, munu erlendir fyrirlesarar fjalla um hvernig hægt er að auka virðissköpun og hagræða í hönnun, framkvæmdum og rekstri mannvirkja með áherslu á sjálfbærni, stjórnsýslu og tækninýjungar framtíðarinnar. Talið er að rúmlega 200 gestir munu sækja ráðstefnuna.
Meðal fyrirlesara verða OLe Berard hjá ConTechLab, Molio í Danmörku, Hrefna Rún Vignisdóttir hjá Sintef Noregi, og Magdalena Muniak hjá Cowi, Danmörku.
Stafrænn tvíburi Safns Einars Jónssonar
Eitt af verkefnum EFLU er varða stafræna mannvirkjagerð er gagnaöflun og úrvinnslatengd stafrænum tvíburum (e. Digital Twins). Þessa lausn má nýta í hverskyns BIM tilgangi. „Með stafrænum tvíburum fást hárnákvæm hnitsett módel sem gefa raunmynd af stöðu hlutar/verkefnis á þeirri stund sem gagnanna er aflað. Þessi gögn geta t.d. nýst til samanburðar á stöðu verkefnis/svæðis,” segir Þröstur Thor Bragason, miðlunarfræðingur hjá EFLU.
EFLA vann verkefni í samstarfi við Listasafn Einars Jónssonar sem snerist um að færa safnið í heild sinni í stafrænt form sem væri þá aðgengilegt hverjum þeim sem hefur aðgang að tölvu eða snjalltæki. „Útkoman er einstaklega vel heppnuð og gæti t.d. nýst vel við greiningu á viðhaldsþörf,” segir Þröstur Thor.
Sérfræðingar EFLU hafa mjög víðtæka þekkingu í gerð og meðhöndlun stafrænna tvíbura. „Viðfangsefni okkar eru allt frá risastórum samgöngumannvirkjum niður í stafræna tvíbura af styttum og öðrum listaverkum,“ segir Þröstur Thor að lokum.
Nánari upplýsingar má finna hér.