Bleikur dagur á EFLU

24.10.2024

Fréttir
Konur klæddar bleikum fötum.

Bleikur dagur Starfsfólk EFLU klæddist bleikum fötum til stuðnings og samstöðu með konum sem hafa greinst með krabbamein.

Starfsfólk EFLU tók þátt í Bleika deginum og var boðið upp á bleikar veitingar auk þess sem starfsfólk klæddist bleiku. Tilgangurinn með deginum er að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðning og samstöðu.

Veitingar og fræðsluerindi

Á Bleika deginum eru landsmenn allir hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Í ár var sérstök athygli vakin á mikilvægi aðstandenda þeirra sem hafa greinst með krabbamein.

Auk þess að klæðast bleiku og fá ýmsar veitingar með bleiku ívafi, var starfsfólki EFLU boðið upp á fræðsluerindi frá Ragnhildi Vigfúsdóttur sem kallast Kveðjum snillinginn. Ragnhildur býður upp á þennan fyrirlestur í samstarfi við Göngum saman, verkefni sem var stofnað árið 2007 og hefur veitt um 150 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameinum. Greiðsla fyrir fyrirlesturinn rann beint til Göngum saman og EFLA lagði þannig sitt af mörkum til að styrkja málefnið.

Í þessu erindi var fjallað um fullkomnunaráráttu, hugleysi og hvernig þjálfa má hugrekki og er þar leitað í smiðju Dr. Brené Brown, Design Thinking og jákvæðrar sálfræði.

Fólk klædd bleikum fötum.

Starfsfólk EFLU á Norðurlandi.