EFLA tók þátt á Framadögum sem haldnir voru í Háskóla Reykjavíkur í liðinni viku. Fjölmörg fyrirtæki tóku á móti fjölda gesta sem mættu á staðinn.
Innsýn inn í framtíðina
Starfsfólk EFLU stóð vaktina og lagði fjöldi gesta leið sína á kynningarbás okkar til að spjalla og fræðast um fyrirtækið og sumarstörfin sem voru í boði. Gestir Framadaga eru í miklum meirihluta háskólanemar sem vilja kynna sér þá möguleika sem eru í boði, ýmist að loknu námi eða sem sumarstarf til að kynna sér betur hvernig er að starfa í faginu sem þeir nema.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemmning á bás EFLU og góðar samræður sköpuðust meðal starfsfólks og gesta.
Starfsfólk EFLU þakkar þeim sem litu við á básum og ræddu málin kærlega fyrir komuna og hvetjum þá gesti sem vilja nánari upplýsingar til að hafa samband.
- 1 / 7
- 2 / 7
- 3 / 7
- 4 / 7
- 5 / 7
- 6 / 7
- 7 / 7