HECLA, dótturfélag EFLU í Frakklandi, náði framúrskarandi árangri árið 2024. Vöxtur félagsins var mikill og hlutverk þess í orkuskiptum Frakklands var umtalsvert. Árangur HECLU er til marks um traust viðskiptavina og sterkt orðspor fyrirtækisins.
Stuðningur í Frakklandi
HECLA gegndi áfram lykilhlutverki í framþróun franskra orkuinnviða, einkum á sviði orkuflutnings í gegnum loftlínur og jarðstrengi. Þessi verkefni eru lykilþættir í nútímavæðingu og stækkun flutningskerfisins, stuðla að samþættingu endurnýjanlegra orkugjafa og bæta orkuöryggi.
„Starf okkar við orkuflutningsverkefni sýnir áherslu HECLU á verkefni tengd orkuskiptum og eru fullkomlega í takt við hlutverk EFLU um að stuðla að sjálfbærum lausnum,“ sagði Christophe Baldet, framkvæmdastjóri HECLU.
Aukin sérfræðiþekking
Til að mæta vaxandi eftirspurn eftir nýstárlegum lausnum hefur HECLA fjölgað starfsfólki og styrkt sérfræðiþekkingu sína á öllum stigum verkefna, hvort sem það tengist skipulagi eða hönnun, til framkvæmda og eftirlits. Þessi vöxtur tryggir að HECLA verður áfram traustur samstarfsaðili þegar kemur að breyttum orkuáskorunum í Frakklandi.