Þrívíddarmódel af gossvæðinu

07.08.2024

Fréttir
Overview of 3D rendering of Grindavik, Svartsengi and Sundhnukagigar

Myndmælingateymi EFLU hefur gert þrívíddarmódel af Grindavík, Svartsengi og Sundhnúkagígum.

Hárnákvæmt heildarhæðarlíkan

Þann 15. júlí síðastliðin flugu sérfræðingar á vegum EFLU, Verkís og Svarma drónum yfir hraunið sem kom upp í goshrinunni sem byrjaði þann 29. maí 2024. Þar voru myndmælingar og þrívíddarmódel gerð fyrir Almannavarnir og Vegagerðina.

Tilgangur flugsins var meðal annars að fá hárnákvæmt heildarhæðarlíkan fyrir svæðið en slíkt líkan mun gagnast við hraunflæðishermanir. Í heildina voru flognir yfir 35 ferkílómetrar. Myndefni flugsins var notað til þess að vinna þrívíddarmódel sem gefur góða yfirsýn yfir umfang svæðisins.

Hægt er að skoða þrívíddarmódelið hér að neðan.