Eigendastefna og skipurit
EFLA er í eigu starfsfólks. Hluthafahópur EFLU telur um 150 starfandi sérfræðinga hjá félaginu og endurnýjast hann sífellt og þróast. Starfsfólk EFLU og dótturfélaga er um 500 talsins.
Stjórn
Í stjórn EFLU eru fimm starfsmenn. Núverandi stjórn EFLU skipa Reynir Sævarsson, stjórnarformaður, Ingólfur Örn Arnarson, ritari, Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Kristleifur Guðjónsson og Ragnhildur Ingunn Jónsdóttir.
Reynir Sævarsson, stjórnarformaður
Reynir er byggingaverkfræðingur og einn helsti fráveitusérfræðingur landsins. Hann er fyrirliði fagteymis nýsköpunar og þróunar. Hann er formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga og varaformaður mannvirkjaráðs Samtaka iðnaðarins.
Ingólfur Örn Arnarson
Ingólfur er rafmagnsverkfræðingur og starfar sem fyrirliði í teymi stjórnkerfa í iðnaði.
Heiðrún Ösp Hauksdóttir
Heiðrún er burðarþolsverkfræðingur og vottaður verkefnastjóri IPMA-B.
Kristleifur Guðjónsson
Kristleifur starfar á iðnaðarsviði EFLU sem vottaður verkefnastjóri IPMA-C og hefur bakgrunn í vélaverkfræði.
Ragnhildur Ingunn Jónsdóttir
Ragnhildur Ingunn er byggingarverkfræðingur og starfar á starfstöð EFLU í Noregi. Sérhæfing hennar liggur í orkuflutningsmannvirkjum.