Noregur
EFLA og forverar þess hafa unnið verkefni í Noregi í yfir 30 ár, en dótturfyrirtækið EFLA AS var stofnað árið 2008 til að styrkja enn frekar þessa viðveru fyrirtækisins á þessum markaði.
Sérstaða EFLU AS var í fyrstu verkfræðiráðgjöf fyrir orkugeirann með áherslu á flutning raforku. Starfsfólk EFLU hefur verið ráðgjafi Statnett, sem stjórnar og heldur utan um norska orkukerfið.
Einnig hefur starfsemi fyrirtækisins aukist og nær nú til hönnunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir samgöngugrunnvirki, byggingar-, mannvirki og umhverfisgeirann. Starfsfólk EFLU AS hefur sinnt verkefnum tengdum borgarskipulagi, vegum og umferð, brúm, jarðgöngum og opinberum byggingum.
EFLA hefur einnig langa sögu í þjónustu við norskan iðnað á sviði sjálfvirkni- og stjórnkerfa.
Svíþjóð
EFLA hefur unnið að verkefnum í orkuflutningum í Svíþjóð um árabil. Með stofnun EFLA AB vorið 2014 styrkti EFLA enn frekar stöðu sína til að þjóna sænska markaðnum til framtíðar.
EFLA AB í Stokkhólmi veitir sérhæfða þjónustu á sviði háspennulína og annarra verkefna sem tengjast flutningi og dreifingu raforku. EFLA hefur ítrekað hlotið hæstu mögulegu gæðaeinkunn í verkefnum í Svíþjóð.
Danmörk
EFLA stofnaði dótturfyrirtæki í Danmörku, EFLA ApS, árið 2024 og opnaði um leið skrifstofu í Kaupmannahöfn.
Innkoma EFLU á danskan markað er langtímaverkefni og hluti af stefnu fyrirtækisins um að ná fótfestu á nýjum mörkuðum þar sem tækifæri er að finna. Markmiðið er að kynna fyrirtækið, sýna það og sanna á nýju svæði, sækja verkefni og byggja upp starfsemina.
Pólland
EFLA í Póllandi er rótgróið verkfræðiráðgjafafyrirtæki staðsett í Lodz í Póllandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í undirbúningi og hönnun flutningslína og tengivirkja, þar á meðal háspennustöðva, búnaðar, loftlína, jarðstrengja og ljósleiðara. EFLA í Póllandi sinnir einnig tengingum við vindorkuver og samtengingum milli lands og sjávar.
EFLA í Póllandi þjónar mikilvægum viðskiptavinum eins og PSE, pólska landsnetsfyrirtækinu, pólskum dreifiveitum, stórum alþjóðlegum vindorkuframleiðendum og verktökum á tengdum sviðum.
Fyrirtækið hét áður ISPOL-PROJEKT og breytti núverandi nafni sínu árið 2024.
Frakkland
HECLA SAS í París er í eigu EFLA, sem hefur helstu sérþekkingu á flutningi og dreifingu háspennuorku. HECLA var stofnað árið 2001 til að stuðla að endurnýjun og endurbótum á flutningskerfi franska orkudreifikerfisins.
HECLA er nú í forystu fyrir HEI-hópinn sem þjónustar franska fyrirtækið RTE sem stýrir dreifikerfinu þar í landi í verkefnum tengdum flutningi á raforku.
HECLA hefur einnig sérþekkingu á öðrum tengdum sviðum, s.s. jarðstrengjum, hitamælingum, mannvirkjagerð, samskiptum við birgja og verkefnastjórnun.
Skotland
EFLA KSLD er þekkt lýsingarhönnunarstofa sem var stofnuð í Edinborg í Skotlandi árið 1989 af Kevan Shaw og hefur á síðustu þremur áratugum getið sér gott orð. EFLA KSLD hefur unnið að umfangsmiklum verðlaunaverkefnum á sviði lýsingarhönnunar, bæði í Skotlandi og á alþjóðavettvangi.
EFLA KSLD varð hluti af EFLU samstæðunni í nóvember 2018. Fyrirtækin tvö hafa starfað saman um nokkurt skeið. Eftir sameininguna hefur teymið náð að auka umfang starfseminnar á Norðurlöndum, í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Þannig höfum við aukið hæfni okkar í lýsingarhönnun á spennandi hátt og sameinað öflug hönnunarteymi sem leggja áherslu á að skapa leiðandi lausnir í ljósahönnun.