EFLA framúrskarandi fyrirtæki 14. árið í röð

27.10.2023

Fréttir
Two men and a women posing with a certificate in front of a red background

Guðný Kjartansdóttir teymisstjóri fjárhagsbókhalds, Örn Gylfason, sviðsstjóri rekstrarsviðs og Sæmundur Sæmundsson framkvæmdarstjóri EFLU taka við viðurkenningunni.

Í vikunni voru viðurkenningar Creditinfo til framúrskarandi fyrirtækja veitt í Hörpu. EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2023 samkvæmt mati Creditinfo, 14. árið í röð.

Headshot of a man

Creditinfo

Árlega framkvæmir CreditInfo greiningu um fjárhagslegan styrk og stöðugleika íslenskra fyrirtækja. Fyrirtækin sem komast á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og stöðugleika sínum í rekstri. Þau fyrirtæki eru jafnframt líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta og því með sanni eftirsóknarvert að komast á lista framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

EFLA er gríðarlega stolt af árangrinum sem hefur náðst. „Heilbrigður og ábyrgur rekstur er eitt af lykilmarkmiðum samfélagslega ábyrgs fyrirtækis. Með því getur það búið starfsfólki sínu góð vinnuskilyrði og greitt þeim samkeppnishæf laun, veitt viðskiptavinum sínum góða þjónustu, greitt skatta og skyldur til samfélagsins og veitt eigendum sínum arð af því fé sem þeir hafa lagt því til. Þá getur fyrirtækið jafnframt látið gott af sér leiða með þátttöku í þróun samfélagsins. Þannig er fyrirtækið ábyrgur samfélagsþegn. EFLA hefur átt því láni að fagna að langtímahugsun, skýr markmið og stöðgur vilji til að gera betur hefur skilað fyrirtækinu einkunninni framúrskarandi fyrirtæki frá Creditinfo 14 ár í röð. Við erum afar stolt af þessum árangri sem aðeins 54 önnur fyrirtæki á landinu hafa náð. Þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er afrakstur þrotlausrar vinnu starfsfólks og eigenda. Það eru forréttindi að fá að tilheyra þeim öfluga hópi sem hefur náð þessum langtíma árangri.“ Segir Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdarstjóri EFLU.

Eftirfarandi eru skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að geta talist framúrskarandi að mati Creditinfo:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag.
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 50 milljónir króna 2021 og 2020
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 5 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2020-2022
  • Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2020-2022
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2020-2022
  • Eignir að minnsta kosti 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og a.m.k. 100 milljónir króna 2021 og 2

Nánar á vef Creditinfo